Skip to content

Buffon hjólaði í dóm­ar­ann eft­ir leik

Gianluigi Buffon lætur dómarann heyra það eftir vítaspyrnudóminn.

Markvörður­inn Gi­anluigi Buffon, goðsögn í knatt­spyrnu­heim­in­um, var rek­inn af velli í sín­um síðasta Meist­ara­deild­ar­leik í kvöld þegar Ju­vent­us féll úr leik eft­ir ótrú­leg­an leik gegn Real Madrid.

Real Madrid vann fyrri leik­inn 3:0, en Ju­vent­us var 3:0 yfir þegar komið var í upp­bót­ar­tíma. Michael Oli­ver, dóm­ari leiks­ins, dæmdi þá víta­spyrnu á Ju­vent­us og Buffon brjálaðist. Hann ógnaði dóm­ar­an­um og fékk rautt fyr­ir, en hann hélt áfram að gagn­rýna Oli­ver eft­ir leik.

„Þú get­ur ekki eyðilagt drauma á þenn­an hátt und­ir lok­in á ótrú­legri end­ur­komu með því að taka svona um­deilda ákvörðun. Að gera þetta þýðir bara að þú ert ekki með hjarta á rétt­um stað held­ur al­gjört rusl. Ef þú get­ur ekki höndlað það að vera inni á vell­in­um áttu bara að sitja heima að borða snakk,“ er haft eft­ir Buffon eft­ir leik, en þetta var í fyrsta sinn sem hann fær rauða spjaldið í Meist­ara­deild­inni.

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: