Skip to content

Suðurríkjapresturinn sendir frá sér heimildarmynd um „bastarðaþjóðina Íslendinga“

Muniði eftir Steve Anderson? Hann er mættur aftur.

Suðurríkjapresturinn Steven Anderson, sem öðlaðist ómælda frægð í fyrra fyrir fyrirlestur sinn í baptistakirkjunni Faithful Word í Arisóna-ríki í Bandaríkjunum um „Bastarðaþjóðina Íslendinga,“ hefur gengið skrefinu lengra.

Anderson hefur nú sent frá sér rúmlega klukkustundarlanga heimildarmynd um þetta nákvæmlega sama efni. Inntakið er nokkuð einfalt: Ísland er að mati prestsins feminístahelvíti sem grefur kerfisbundið undan kristilegum gildum – og svo er sósíalismi líka hræðilegur.

Hér má nálgast fyrri fyrirlestur Andersson: „Við þurfum að snúa aftur til siðferðis Biblíunnar svo að við verðum ekki bastarðaþjóð líkt og Ísland“

Myndin, sem sjá má hér að neðan, er nokkuð undarleg samsuða.

Rauði þráðurinn virðist vera fyrri fyrirlestur Anderson sem hann svo brýtur upp með margvíslegri umfjöllun um stöðu jafnréttis á Norðurlöndum – ekki síst Íslandi. Til að mynda má heyra hann ræða við Frosta Logason í Harmageddon. Það spjall má nálgast hér.

Síðar klippir hann saman brot úr umfjöllun fréttaveitunnar CNN um afstöðu Íslendinga til hjónabandsins og einstæðra foreldra áður en hann gefur Opruh Winfrey orðið, sem ræddi við mæður á Norðurlöndum í einum þætti sínum. Þá fléttar hann inn umfjöllun CBS um það hversu mörgum fóstrum með Down’s-heilkennið er eytt hér á hverju ári.

Anderson sér auknu jafnfrétti kynjanna allt til foráttu og gagnrýnir í því samhengi hærra menntunarstig kvenna og aukna þátttöku karla í heimilisstörfum. Bæði atriðin séu til þess fallin að grafa undan hefðbundnum, kristilegum fjölskyldugildum. Þá getur hann ekki minnst á Ísland án þess að tala aðeins um Jóhönnu Sigurðardóttur, kynsjúkdóma og notkun okkar á þunglyndislyfjum.

Höfuðóvinur Andersons virðist þó vera sósíalisminn í Skandínavíu og skattprósentan á Norðurlöndunum. Lýðræðið sé í því samhengi sérstaklega varasamt enda leiðir það til aukins sósíalisma, að mati hans og Karls Marx.

Samsuðu Suðuríkjaprestsins má sjá hér að neðan.

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: