Skip to content

Sólrún Diego opnar nýja bloggsíðu: „Finnst spennandi að vera ein“

Sólrún Diego bloggaði áður á síðunni mamie.is

Snapchat-stjarnan Sólrún Lilja Diego er byrjað að blogga aftur en hún hefur ekkert verið að skrifa síðan Mamie mömmubloggsíðan lokaði í vor. Sólrún er gríðarlega vinsæl á samfélagsmiðlum en yfir 20 þúsund einstaklingar fylgjast með henni í gegnum Snapchat á hverjum degi. Í samtali við Vísi segir Sólrún að hún hafi fengið margar beiðnir frá sínum fylgjendum um að byrja að blogga á ný.

Saknaði þess að blogga

„Svo er líka annað barn á leiðinni og mér fannst tilvalið að geta deilt ýmsu í kringum það.“ Hún á von á sínu öðru barni í febrúar á næsta ári með unnusta sínum Frans en fyrir eiga þau dótturina Maísól.

Sólrún segir að hún hafi fengið boð um að skrifa á aðrar síður með öðrum einstaklingum en það heillaði hana ekki. „Það er gaman að prófa eitthvað nýtt, finnst spennandi að vera ein og stjórna þessu sjálf. Ég saknaði þess að geta tjáð mig og deilt upplýsingum þar sem þetta er öðruvísi en á Snapchat. Ég var einnig orðin þreytt á að segja sömu hlutina aftur og aftur á Snapchat. Það er gott að geta sett þetta inn á annan stærri miðil sem eyðist ekki,“ útskýrir Sólrún en það sem hún setur á Snapchat hverfur út aftur eftir sólahring.

Á nýju bloggsíðunni solrundiego.is ætlar hún meðal annars að skrifa færslur um börn, heimilið, mat, sitt daglega líf, meðgönguna og auðvitað húsráð en hún er orðin þekkt fyrir sniðug ráð tengd heimilinu.

 

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: