Skip to content

„Gott að sjá að þetta barn geti grátið“

Sólrún og Björn Bragi gefa saman út bókina Heima.

Sólrún og Björn Bragi gefa saman út bókina Heima.

 

 

Samfélagsmiðlastjarnan Sólrún Diego gefur út bókina Heima ásamt Birni Braga Arnarssyni fyrir þessi jól.

Bókin fjallar um þrif og hagnýt húsráð á skemmtilegan og nýstárlegan máta. Eftir að Sólrún eignaðist sitt fyrsta barn fékk hún áhuga á náttúrulegum þrifnaðaraðferðum og hefur hún forðast notkun á skaðlegum efnum á heimilinu síðan. Sólrún heldur úti Snapchat-aðgangi þar sem um 25 þúsund Íslendingar fylgjast með henni á hverjum degi.

„Ég var búin að fá þessa hugmynd útfrá Snapchat og blogginu, að hafa þetta allt saman á einum stað,“ segir Sólrún í þættinum Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

„Ég fæ ótal margar fyrirspurnir á hverjum degi varðandi allskonar hluti og eyði miklum tíma í það að svara mínum fylgjendum. Það að fólki finnist fallegt heima hjá mér og vilji fá hugmyndir og leiðbeiningar frá mér finnst mér mjög skemmtilegt.“

Hún segir að grínistinn Björn Bragi hafi haft samband við sig í byrjun ársins og komið fram með þá hugmynd að gefa út hreinlætisbók.

„Þetta er bara eitthvað sem allir þurfa að gera sem eiga heimili. Þetta er auðvitað ekkert alltaf það skemmtilegasta sem ég geri, en maður þarf að gera þetta.“

Sólrún segist hafa horft á móður sína þrífa þegar hún var ung og oft á tíðum hugsað; „Hvernig nennir hún þessu?“

„Ég veit að það halda margir að bókin fjalli bara um þrif og þrif á fatnaði, en þetta er rosalega mikið um allt sem tengist heimilinu. Í raun er þetta bara öll svör við þeim spurningum sem ég fæ, á einum stað.“

Hún segist stundum eiga í erfileikum með að fara að sofa ef hlutirnir eru ekki á sínum stað.

„Ég þríf bara alltaf á föstudögum. Ef það er aðeins farið að sjá á hlutunum í miðri viku, þá reyni ég að róa mig og hugsa að ég ætli bara að þrífa á föstudeginum. Ég get slakað á líka og maður getur alveg orðið manískur að spá svona mikið í þetta.“

Sólrún á dóttir sem hún sýnir stundum frá á Snapchat.

„Hún er auðvitað oftast að dansa við Frozen og voðalega sæt. Um daginn fórum við í sund saman og hún tók eitthvað rosalegt frekjukast. Þá kemur einhver kona að mér og segir; „Gott að sjá að þetta barn geti grátið.“

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: