Skip to content

Sigurður: „Þetta var algjörlega skelfilegt, að sjá unga stúlku fáklædda í snjónum að öskra á hjálp“

Fjöldi fólks horfði á án þess að skipta sér af

 

Það er alveg greinlegt í svona aðstæðum að um leið og einhver einn tekur af skarið þá fylgja hinir í kjölfarið. Ég er alls ekki að leitast eftir hrósi fyrir þetta enda finnst mér ekkert sérstaklega aðdáunarvert við það sem ég gerði. Það eina sem ég gerði var að mæta og skipta mér af. Í mínum huga er það sjálfsagt,“ segir Sigurður Þór Magnússon sem í gærmorgun varð vitni að heiftarlegum átökum milli manns og konu í miðborg Reykjavíkur. Þrátt fyrir fjölda annarra vitna skipti enginn sér af parinu og sá Sigurður sig loks knúinn til að bjarga konunni úr aðstæðunum.

Sigurður vakti athygli á atvikinu í færslu á facebooksíðu sinni í gær og hvatti um leið fólk til að sýna frumkvæði og hjálpa náunga sínum ef þörf er á.

„Varð í dag vitni og þáttakandi að alvarlegu atviki þar sem einstaklingur beitti annan einstakling ofbeldi. Ég varð þáttakandi með því að ganga inní aðstæður, kalla til lögreglu og reyna að stöðva ofbeldið. Svo reyndi ég að hlúa að þolanda eftir bestu getu.

Ég gat ekki staðið hjá aðgerðalaus. Ég ætlast nefnilega til þess af öðrum og vil trúa því, að ef einhver mér nákominn myndi lenda í svona löguðu, þá myndi einhver grípa inní og aðstoða. Það er mannleg skylda okkar að skipta okkur af.
En það er einmitt það sem angrar mig, augljóslega fyrir utan það að þetta atvik hafi einfaldlega átt sér stað, þá er það einna helst hversu margir vegfarendur stóðu álengdar, án þess að grípa inní. Það stóðu hópar af fólki, áhorfendur, í öruggri fjarlægð og fylgdust bara með, virtust bíða eftir því að einhver annar myndi skipta sér af. Bara einhver annar.

Vildi bara deila þessu með ykkur, svona til umhugsunar og sjálfsskoðunar.

Verum ekki áhorfendur, verum frekar þessi “einhver annar.“

 

 

Í samtali við DV.is kveðst Sigurður hafa verið staddur í portinu á bak við Messann í Lækjargötu í gærmorgun þegar hann heyrði skaðræðisöskur og reyndust þau koma frá túninu hinum megin við götuna, fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík. Þar hafi hann séð mann sem stóð yfir ungri fáklæddri konu í miklu uppnámi og var hann að reyna að fá hana í burtu með sér. Þrátt fyrir skaðræðisóp stúlkunnar var enginn sem skipti sér af þeim tveimur.

„Þetta var algjörlega skelfilegt, að sjá unga stúlku fáklædda í snjónum að öskra á hjálp. Ég hugsaði með mér í fyrstu að þetta væri kanski dimmisjón sem hefði farið yfir strikið eða eitthvað þvíumlíkt. Ég byrjaði að labba yfir Lækjagötuna í átt til þeirra og sá þá einn mann ganga í átt til þeirra líka en um leið og hann sá mig nálgast þá hörfaði hann í burtu. Um leið og ég var kominn þarna sá ég einhverja fimmtán til tuttugu einstaklinga standa álengdar og horfa á, fólk sem var miklu nær þeim en ég.“

Sigurður kveðst telja að einhverjir úr hópnum hafi verið búnir að hringja á lögregluna á þessum tímapunkti en enginn hafi þó gripið inn í aðstæðurnar. Hann hafi því tekið af skarið og nálgast parið og jafnframt hringt sjálfur á lögregluna. Um leið hafi þá annar einstaklingur einnig komið til hjálpar.

„Það var greinilegt að það hafði eitthvað mikið gengið á. Ég þurfti ekkert að fara á milli þeirra eða fara í einhver átök við manninn heldur varð þetta rólegt um leið og ég kom til þeirra. Ég þurfti í rauninni bara að tala við þau. Maðurinn bað mig um að hringja ekki á lögregluna og hélt áfram að biðja konuna um að koma með sér en ég held að hann hafi hreinlega gefist upp þegar hann sá að hann var ekki með stjórn á aðstæðunum.“

Maðurinn var að sögn Sigurðar fljótur að láta sig hverfa eftir þetta og í kjölfarið mætti lögregla á vettvang og hlúði að stúlkunni í bíl sínum. „Ég fann afskaplega mikið til með stúlkunni þannig að ég lánaði henni úlpuna mína og hjálpaði henni síðan upp í bílinn.“

Í athugasemdum undir færslu Sigurðar er minnst á hugtakið „bystander effect“ eða sjónarvottaáhrif á íslensku. Í félagssálfræði er talað um það fyrirbæri þegar fólk hjálpar ekki öðrum þegar það þarf á því að halda, og því fleiri sem eru í kringum viðkomandi því ólíklegra er að hann hjálpi.

„Ég vil ekki gera lítið úr hinum sem voru þarna. Kannski voru þau búin að gera allt það sem þau gátu eða treystu sér til en þetta afskiptaleysi stuðaði mig engu að síður. Tilgangur færslunnar var að vekja fólk til umhugsunar. Ef þetta hefði verið frænka þín eða systir þín hefðir þú þá ekki viljað að einhver hefði gripið inn í og gert eitthvað? Við kennum krökkunum okkar að grípa inn þegar það er verið að leggja einhvern í einelti í skólanum, þegar allur hópurinn er ráðast á einn. Ég get ekki séð að þetta sé eitthvað öðruvísi.“

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

w

Connecting to %s

%d bloggers like this: