Skip to content

Kaup­ir fyr­ir 37 millj­ón­ir í Reg­in

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins.

Helgi S. Gunn­ars­son, for­stjóri Reg­ins, hef­ur keypt hluta­bréf í fast­eigna­fé­lag­inu fyr­ir 36,7 millj­ón­ir króna en í gær var und­ir­ritaður samn­ing­ur um kaup þess á öllu hluta­fé í tveim­ur dótt­ur­fé­lög­um Fast-1 slhf.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu um viðskipta fjár­hags­lega tengds aðila frá Kaup­höll­inni. Helgi keypti 1.400.000 hluti á verðinu 26,2 krón­ur á hlut. Sam­an­lagt á hann nú 1.521.952 hluti og nem­ur eign­ar­hlut­ur hans því tæp­lega 0,001%.

Fast­eigna­fé­lagið Reg­inn hf. und­ir­ritaði í gær samn­ing um fyr­ir­huguð kaup á öllu hluta­fé dótt­ur­fé­laga Fast-1 slhf., HTO ehf. og Fast-2 ehf.  Stærstu eign­ir fé­lag­anna eru Katrín­ar­tún 2 (turn­inn Höfðatorgi) og Borg­ar­tún 8-16. Aðrar eign­ir eru Skúla­gata 21, Veg­múli 3 og Skútu­vog­ur 1. Heild­ar­virði dótt­ur­fé­lag­anna er talið vera 23,2 millj­arðar króna.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: