Skip to content

Lögregla lét til skarar skríða í umfangsmiklu fíkniefnamáli

Aðgerðir lögreglu fóru meðal annars fram í Skipholti þar sem að minnsta kosti tveir voru handteknir. Sérsveitarmenn og óeinkennisklæddir lögreglumann komu að aðgerðunum

Fulltrúar miðlægrar deildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu handtóku í dag fjóra karlmenn í tengslum við rannsókn á umfangsmiklu fíkniefnamáli. Húsleit var framkvæmd á tveimur stöðum en mennirnir tengjast innflutningi á amfetamínbasa. Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar deildar lögreglu, staðfestir í samtali við Vísi að mennirnir fjórir séu grunaðir um fíkniefnamisferli. Magngreining á efninu sem lagt var hald á í dag á eftir að fara fram en Grímur telur að magnið sé líkast til á bilinu einn til tveir lítrar. Mennirnir eru allir af erlendu bergi brotnir og eiga sér ekki brotasögu hjá lögreglu hér á landi. Af þeim fjórum sem handteknir voru í dag eru bæði menn sem búa hér á landi og utan landsteinanna. Farið verður fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum í héraðsdómi í kvöld. Mennirnir verða yfirheyrðir um helgina. Amfetamínbasi er notaður til þess að útbúa amfetamínsúlfat. Það amfetamín sem er í dreifingu er amfetamínsúlfat blandað íblöndunarefni. Árið 2010 stöðvaði tollgæslan för tveggja kvenna sem komu hingað til lands með um 20 lítra af amfetamínbasa. Áætlaði lögregla að úr því magni væri hægt að útbúa allt að 264 kíló af amfetamíni. Sé miðað við þessar tölur má áætla að hægt væri að útbúa allt að 13 til 26 kíló af amfetamíni, miðað við það magn amfetamínbasa sem lögregla telur að hafi verið lagt hald á í aðgerðum dagsins.

Leave a Reply

Fill in your details below or click an icon to log in:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Change )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Change )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Change )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Change )

Connecting to %s

%d bloggers like this: